Skýrr ehf gerði nýlega samning

Skýrr ehf gerði nýlega samning um afnotarétt á upplýsingakerfinu Tel-Info til notkunar fyrir sína viðskiptavini. Skýrr mun einnig sjá um dreifingu Tel-Info til Broadsoft endursöluaðila erlendis.
Upplýsingakerfið Tel-Info gefur stjórnendum nákvæmar upplýsingar um símsvörun fyrirtækja og er einskonar álagsmælir, sýnir svartíma og safnar upplýsingum um alla símanotkun fyrirtækisins. Með Tel-Info er hægt að búa til og láta kerfið senda reglulega fullkomnar skýrslur um ástand símsvörunar, t.d fjölda þeirra sem ekki náðu sambandi þann daginn eða vikuna, hvaða starfsmaður svarar minnst eða missir flest símtöl o.s.frv.

Frá undirskrift samnings. Guðjón H. Bernharðsson Tölvubankanum og Magnús Ö. Stefánsson Skýrr.