Lausnir

Yfirlit lausna

Lausnir Tölvubankans geta unnið úr öllum mismunandi gögnum í rekstri þíns fyrirtækis.

BizVision kerfið tengir ólík vinnslukerfi í rekstri fyrirtæksins við eitt öflugt fyrirspurnar- og úrvinnslukerfi. Með Gagnaver.net lausninni getur þú fylgst með rekstri fyrirtækisins á einfaldan máta í gegnum öflugt vefviðmót. Gögn í kerfinu geta komið úr öllum helstu vinnslukerfum á markaðinum, hvort sem þau byggja á Navision eða koma frá AS400 / iSeries umhverfinu.

Tel-Info kerfið vinnur úr gögnum úr símstöð fyrirtækisins og gefur stjórnendum skýrslur sem nýttar eru til ákvarðanartöku sem oftast tengjast bættri þjónustu við viðskiptavini en einnig eru gögn notuð til þess að ná fram frekari hagræðingu í rekstri.

Tímaskráningarkerfi Tölvubankans heldur utan um viðverutíma starfsmanna ásamt útreikningi dag- og yfirvinnutíma. Haldið er utanum sumarfrí og aðra fjarveru starfsmanna (einnig skammtímafjarveru), þannig að hægt er að sjá á öllum skjáum sem tengjast kerfinu hvort viðkomandi starfsmaður er á staðnum og hvenær væntanlegur ef hann er ekki á staðnum.