Fyrirtækið

Um Tölvubankann

Þekkingargrunnur starfsfólks Tölvubankans á hönnun og forritun kerfa spannar yfir 30 ára tímabil. Fyrirtækið býr yfir mikilli þekkingu í þróun og þjónustu kerfa fyrir bæði hið opinbera og einkafyrirtæki.

Markmið Tölvubankans er að vera leiðandi á markaðnum með framúrskarandi lausnir í þeim kerfum sem félagið vinnur að hverju sinni og nýta þá stöðu vel. Með tilkomu þeirrar byltingar sem átt hefur sér stað með Internetinu og nýjum kröfum markaðarins þarf sérhver stjórnandi að gera kröfur um góða yfirsýn yfir reksturinn hverju sinni. Upplýsingakerfi Tölvubankans koma til móts við þær þarfir.

Helstu verksvið viðskiptavina Tölvubankans undanfarin ár eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir, greiðslukortafyrirtæki, bílaumboð, heildsölur, endurskoðendur, stórmarkaðir, sjávarútvegsfyrirtæki, blaða- og bókaútgefendur, flugfélög, hótelrekstur, vélsmiðjur, málingaframleiðendur svo einhver séu nefnd. Fyrirtækin sem Tölvubankinn hefur þjónustað með hugbúnað eru flest meðal stærstu fyrirtækja landsins.

Starfsfólk Tölvubankans gerir sér fulla grein fyrir því að ekki dugar að vera aðeins með góðan hugbúnað heldur þarf þjónusta við notanda að vera fljót og góð. Í dag er Tölvubankinn þekktur fyrir að vera með góðar lausnir og mjög lipra og góða þjónustu. Kjörorð Tölvubankans er að sérhver starfsmaður Tölvubankans skuli starfa eins og starfsmaður viðskiptavinar, og mynda góð tengsl við starfsfólk þess.