Úrvinnsla gagna

Úrvinnsla gagna

Tölvubankinn veitir viðskiptavinum sínum þjónustu til að nýta sem best þær upplýsingar sem geymdar eru í viðskiptahugbúnaði viðskiptavinarins og vinna úr þeim árangursskapandi upplýsingar.

Hjá fyrirtækjum í dag eru allar helstu upplýsingar sem viðkoma daglegum rekstri oftast skráðar í einhver vinnslukerfi. Má þar nefna allar fjárhagsupplýsingar, birgðarlager, upplýsingar tengdar viðskiptavinum ásamt ýmsum jaðarupplýsingum svo sem símaumferð um símkerfi fyrirtækisins eða heimsóknir á vefsvæði fyrirtækisins.

Algeng vandamál viðskiptavina

Vandamál geta myndast hjá fyrirtækjum þegar kemur að því að vinna úr öllum þessum upplýsingum á einfaldan máta. Eftirfarandi dæmi geta átt við í mörgum tilfellum hjá fyrirtækjum:

  • Lítil þekking á bókhaldsupplýsingum hjá tölvudeildum og umsjónarmönnum tölvukerfa fyrirtækja verður til þess að erfitt verður að útfæra sjálfvirk yfirlit á helstu kennitölum í rekstri.
  • Fjármálastjórar fyrirtækja eyða of miklum tíma í handavinnu við að draga saman lykiltölur úr bókhaldi fyrirtækja fyrir yfirstjórnendur.
  • Tímafrekt getur verið að sjá uppfærðan efnahagsreikning og lykiltölur sem stjórnendur þurfa að notast við.
  • Upplýsingar oft geymdar í ólíkum vinnslukerfum sem ekki tala saman.

Lausn Tölvubankans

Reynsla Tölvubankans í að draga saman lykil gögn úr bókhaldskerfum byggir á samvinnu kerfisfræðinga Tölvubankans við lykil stjórnendur í íslensku atvinnulífi síðust tvo áratugina.

Starfsmenn Tölvubankans þekkja aðferðafræði við bókhald, vita hvaða upplýsingar stjórnendur fyrirtækja þurfa að fá og hafa hugbúnaðarþekkingu til þess að útfæra sjálfvirkni í þessa vinnslu.

Lausn Tölvubankans byggir á því að draga saman upplýsingar úr mörgum ólíkum vinnslukerfum og gagnagrunnum fyrirtækisins. Öll framsetning gagna er eins einföld fyrir notendur og hugsast getur.

Starfsmenn Tölvubankans hafa góða þekkingu á þörfum viðskiptavinarins og geta komið að allri hugmyndavinnu og jafnvel tekið að sér alla þarfagreiningu. Lykilatriði er að draga saman réttar færslur og að vinnan sé unnin af mönnum sem hafa góða reynslu og þekkingu á bókhaldsgögnum í gagnagrunnum ólíkra vinnslukerfa.

Fyrst er byggt upp einfalt stjórnborð sem viðskiptavinurinn getur notast við til að fá glögga mynd af rekstrinum án nokkurar fyrirhafnar.

Notendur geta haft aðgang að upplýsingunum í gegnum vefviðmót eða með notkun á lófatölvu. Allt byggir þetta á þörfum viðskitpavinarins sem oftast vilja geta haft aðgang að lykil upplýsingum úr rekstrinum hvenær sem er og hvar sem er í heiminum.

Stjórnandinn getur ávallt kallað fram nánari upplýsingar um viðeigandi rekstrareiningar í gegnum kerfið. Megin áherslan er að vera vel upplýstur um öll aðalatriðin í rekstrinum, en hægt er að skoða öll smáatriði og skoða jafnvel einstaka færslur og reikninga.