Verslun og þjónusta

Verslun og þjónusta

grunnar.gif

Á árunum 1986 til 1992 sá Tölvubankinn um alla tölvuvæðingu Hagkaupa og Ikea. Um var að ræða skipulagningu, hönnun, þróun og innleiðingu á fullkomnu verslunarumhverfi. Síðan að þessi innleiðing átti sér stað hefur Tölvubankinn verið með hugbúnaðarlausnir í stöðugri þróun fyrir fyrirtæki í verslunarrekstri og þjónustu.

Lausn Tölvubankans fyrir verslun og þjónustu

BizVision – Öflugt upplýsingakerfi stjórnandans

Með innleiðingu á BizVision upplýsingakerfinu frá Tölvuvankanum geta stjórnendur nálgast upplýsingar úr rekstrinum á mun einfaldari og skjótari máta en áður. Kerfið getur tengst við öll helstu vinnslukerfi sem notuð eru hjá fyrirtækjum, sbr. lagerkerfi, fjárhags-, lánadrotna-, innheimtu-og launabókhald ásamt afgreiðslu- og viðskiptamannakerfi. Sum kerfana geta verið keyrð í Navision og önnur jafnvel á AS/400.