Sveitarfélög og stofnanir

Sveitarfélög og stofnanir

Árið 1986 byrjaði Tölvubankinn að vinna við gerð hugbúnað fyrir sveitarfélög. Helst ber að nefna Gjaldendabókhald sveitarfélaga, Íbúaskrá, launabókhald og lífeyrisiðgjaldabókhald. Þessi hugbúnaður var settur upp í flestum sveitarfélögum landsins.

Reynsla Tölvubankans í samvinnu við sveitafélög í landinu spannar yfir tvo áratugi. Mikil þekking er í úrvinnslu gagna og tengingu á núverandi lausnum sveitafélaga við ný upplýsingakerfi.

Upplýsingakerfi fyrir sveitarfélög og stofnanir

BizVision – Öflug lausn fyrir sveitarfélög og stofnanir

Tölvubankinn býður sveitafélögum og stofnunum uppá BizVision, sem er öflugt upplýsingakerfi og getur tengst við öll núverandi vinnslukerfi sveitafélaga. Kerfið gefur mjög skilmerkilegar og góðar upplýsingar á innraneti um fjárhaginn, laun- og starfsmannahald, áætlanagerð og árangurmælingar bæði með myndrænum gröfum eða listum með tölulegum upplýsingum.

Kerfið er sérstaklega sniðið af ýtrustu þörfum sveitafélaga og byggir á reynslu sérfræðinga Tölvubankans í að vinna upp gögn úr vinnslukerfum sveitafélaga í landinu.

Komdu á kynningu

Tölvubankinn er ávalt tilbúinn til þess að taka á móti fulltrúum sveitafélaga og stofnana á kynningu á lausnum fyrirtækisins.