Nýsköpun

Nýsköpun

Tölvubankinn býr yfir mikilli sérstöðu meðal íslenskra upplýsingatækni-fyrirtækja þar sem allar lausnir félagsins eru þróaðar af félaginu. Tölvubankinn er eitt af elstu og reyndustu nýsköpunarfyrirtækjunum í íslenskri upplýsingatækni.

Á árunum 1990 til 1992 var nánast allur útflutningur á hugbúnaði frá Íslandi framleiddur af Tölvubankanum. Á þessu tímabili var útflutningur á hugbúnaði um 50% af tekjum félagsins (lesið sögu Tölvubankans).

Tölvubankinn hefur séð um þróun og uppsetningu á hugbúnaði fyrir öll helstu fyrirtæki landsins síðan félagið var stofnað.

Frá og með stofnun Tölvubankans árið 1981 hefur fyrirtækið byggt farsæla framtíð sína á tekjum af sölu á nýsköpunarafurðum félagsins.