Boðleið

Boðleið

www.bodleid.is

Boðleið er samstarfsaðili Tölvubankans og hefur annast endursölu á Tel-Info símaeftirlits hugbúnaðinum.

“Boðleið sérhæfir sig í heildar fjarskiptalausnum fyrir fyrirtæki og höfum við m.a. selt og þjónustað Símþjóninn frá Tölvubankanum um nokkura ára skeið við góða reynslu, hugbúnaður þessi er tengjanlegur við öll símkerfi, er einfaldur í notkun og auðvelt er að ná fram þeim upplýsingum sem maður þarfnast á tölulegu eða grafísku formi. Með tilkomu nýrra útgáfu, “Tel-info” er Tölvubankinn kominn með enn öflugra eftirlits- og stjórnunarkerfi með nýjum möguleikum sem bjóðast ekki í sambærilegum kerfum í dag. Má þar m.a. nefna sjálfvirka sendingu á skýrslum í tölvupósti til þeirra aðila sem þurfa upplýsingar eins og hvernig símsvörun var daginn áður, en með þessum möguleika nýtist kerfið mun betur þar sem skýrslur bíða í tölvupóstinum hjá þér þegar þú mættir í vinnu.

Við vorum það ánægðir með þessa nýju útgáfu að við fórum með hana til okkar stærsta birgja, NEC Infrontia Nordic til kynningar og þeir voru mjög hrifnir af þeim möguleikum sem Tel-Info bíður upp á. Þeir hafa verið að skoða sambærilega hugbúnaði til að bjóða með sínum símkerfum en þeir jafnast ekkert á við eiginleika í Tel-info.

Samstarf okkar við Tölvubankann um endursölu á Tel-Info hefur verið mjög gott og þjónustulipurð með besta móti.

Við óskum starfsmönnum Tölvubankans til hamingju með velheppnaða útgáfu af Tel-Info.”

Þorvaldur Harðarson
Framkvæmdastjóri
ágúst 2003