Nánar um BizVision

Nánar um Gagnaver / BizVision

Gagnaver upplýsingakerfið auk margra áætlanaþátta Gagnaver kerfisins eru komnir upp hjá mörgum sveitarfélögum og fyrirtækjum, þessi sveitarfélög og fyrirtæki hafa þegar samið við Tölvubankann um notkun á öllum þáttum Gagnaver upplýsingakerfinu auk ýmissa viðbótarþátta sem fyrirhugaðir eru.

Gagnaver er í raun hægt að nota sem innri vef sveitarfélagsins eða fyrirtækisins. Allir notendur Gagnaver skrá sig inn í kerfið með aðgangsorðum þannig að sérhver notandi skoðar bara það sem hann hefur leyfi til. Með aðgangsstýringunni er hægt að halda upplýsingum öruggum og aðeins fyrir sjónir þeirra sem eiga að hafa aðgang að þeim.

Gagnaver sýnir á mjög myndrænan hátt með álagsmælum, súluritum, línuritum og götuvitaljósum hvernig staðan er miðað við áætlanir eða miðað við eldri ár. Hægt er að bera saman og skoða samanteknar tölur úr rekstri fyrirtækisins sundurliðaðar t.d. á rekstraflokka, efnahagsflokka, deildir, málaflokka, tekjutegundir, gjaldategundir, o.fl. Bornar saman við valdar áætlanir, stöðu frá öðrum árum eða öðrum tímabilum, reikna frávik og frávikaprósentur tiltekið tímabils eða á ársgrunni. Sem dæmi er hægt að skoða samtals vörukaup eða laun allra deilda og síðan að sundurliða nánar ef þurfa þykir eftir vild notanda og endað á frumskjali.

Gagnasían og Eftirlitið býður uppá mikla möguleika með að sía út úr gagnagrunninum ákveðin gildi eftir margvíslegu vali. Mögulegt er að fylgjast sjálfvirkt með fjárhagsliðum sem eru að fara úrskeiðis hvort sem er í samanteknum flokki eða einstökum hreyfingum.

Tæknilega er Gagnaver þróað í .NET umhverfinu frá Microsoft. Innri grunnur kerfisins keyrir á Microsoft SQL en getur einnig unnið á Oracle eða DB2. Gagnaver er samtengt við Microsoft Sharepoint innranets lausninni eða á öðrum innranets lausnum sem byggja á .NET umhverfinu.

Gagnaver getur notast við Microsoft BizTalk Server til þess að sækja gögn úr mismunandi vinnslukerfum hjá fyrirtækjum sem kerfið er sett upp hjá Gagnaver er þróað fyrir Windows Server umhverfið. Möguleiki er að nýta eiginleika eins og Microsoft Sharepoint fyrir Gagnaver, en einnig getur kerfið keyrt sjálfstætt.

Tengingar við gagnagrunna eru m.a. á Microsoft BizTalk eða Gagnaver Connector lausninni.

Gagnaver er aðgengilegt yfir vefinn með notkun á Internet Explorer en einnig er hægt að nálgast gögn í kerfinu í gegnum PocketPC lófatölvu. Hægt er að færa öll gögn úr kerfinu yfir í Microsoft Office umhverfið eins og Microsoft Excel fyrir frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi teikning sýnir hvernig uppsetning gæti verið: