Tímaskráning

TÍST – tímaskráningarkerfi

TÍST er nýtt Tímaskráningarkerfi, sem heldur utan um viðverutíma starfsmanna ásamt útreikningi dag- og yfirvinnutíma.

Haldið er utan um sumarfrí ásamt skammtímafjarveru starfsmanna þannig að hægt er að sjá á öllum skjáum sem tengjast kerfinu hvort viðkomandi starfsmaður er á staðnum og hvenær væntanlegur. Kerfið býr til inn- og útstimplanir vegna sumarleyfa, veikinda og vegna vinnu utanbæjar eða erlendis.

Hægt er að skrá skilaboð til starfsmanna hvenær sem er og kemur það að mjög góðu gagni t.d. þegar starfsmaður kemur úr fjarveru.

Helstu eiginleikar TÍST frá Tölvubankanum:

  • TIST heldur utan um hver er hvar.
  • Býr til stimplanir fyrir launakerfið.
  • Sér um útreikning dag- og yfirvinnutíma.
  • Skilaboðakerfi (beint á skjá / e-mail / SMS).
  • Dagbókarkerfi með áminningu fram í tímann.
  • Sjálfvirkar stimplanir fyrir sumarfrí, veikindadaga, veikindi barna o.fl.
  • Sjálfvirkt eftirlit með stimplunum.

TÍST Handbók

Smellið hér til að lesa TÍST handbókina