Símaeftirlit

Tel-Info

Tel-Info er upplýsingakerfi á símstöðvar fyrirtækja. Kerfið er álagsmælir, sýnir svartíma og safnar upplýsingum um alla símanotkun fyrirtækisins. Með Tel-Info er hægt að búa til fullkomnar skýrslur og láta kerfið senda á e-mail sjálfkrafa að að eigin vali. T.d. á klukkutíma fresti skýrslu yfir þau númer sem ekki náðu sambandi, daglega/vikulega/mánaðarlega yfirlit yfir samantekna símanotkun sína o.fl.

Tel-Info er upplýsingamiðill þeirra, sem vilja hafa yfirlit yfir þennan kostnaðarlið og hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum. Með lausninni má auðveldlega ná tökum á símakostnað fyrirtækisins.

Hægt er að fá upplýsingar fram sem grafískt súlurit, lista á skjánum eða skýrslu á prentara. Með því að tilgreina skilyrði, s.s. tímabil eða framsetningu, fást nákvæmlega þær upplýsingar sem óskað er eftir. Framsetning gagna er mjög öflug og hægt að velja hluti inn á graf og skýrslur með músinni.

Telinfo Vef útgáfa


Stærri mynd


Stærri mynd

Tel-Info býður uppá nýja möguleika í símaeftirlitsþjónustu hér á landi

 • Sundurliðun á símnotkun einstakra símtækja.
 • Nákvæm sundurliðun fyrir hvert einasta símtal sem á sér stað.
 • Sundurliðun símareikningsins er til reiðu hvenær sem er.
 • Hægt er að fá lista yfir hvaða tímabil sem er með því að tilgreina dagsetningu og tíma.
 • Nöfn starfsmanna eru tengd við skráningu símtala svo sundurliðun kemur á nafn.
 • Kerfið getur skráð símtöl bæði til og frá fyrirtækinu, einnig yfirfærð símtöl.
 • Framsetning upplýsinga á ýmis gröf sem hægt er að prenta út.
 • Deildaskipt fyrirtæki geta listað út símnotkun hverrar deildar fyrir sig.
 • Hægt er að lista út sérstaklega öll símtöl, sem eru lengri en tiltekinn tími.
 • Með því að tilgreina ákveðið símanúmer er hægt að fá nákvæma útlistun á hringingum í það númer.
 • Samantekt símanúmeraflokka.
 • Tíðni símtala inn í söludeild er hægt að nota sem mælikvarða á áhrif auglýsinga.
 • Álagsmælingar geta sagt til um hvort fjölga þurfi starfsmönnum við símsvörun eða hvort fjölga þurfi bæjarlínum inn í símstöð.
 • Með sumum símstöðvum er hægt að sjá hve lengi sá bíður sem er að hringja inn.
 • Fyrirtæki sem selja þjónustu sína geta nú innheimt kostnað við símtöl, því möguleiki er að merkja hvert símtal sem á sér stað viðkomandi viðskiptavini.
 • Hægt er að nota kerfið sem verkskráningu fyrir starfsmenn, með því að slá á nokkra stafi á símtækinu.

Smellið hér til að skoða spurt og svarað um Tel-Info

Tel-Info Handbók

Smellið hér til að lesa Tel-Info 3.0 handbókina

Smellið hér til að lesa Tel-Info 4.0 handbókina

Endursöluaðilar Tel-Info

Eftirfarandi fyrirtæki eru endursöluaðilar á Tel-Info lausninni: Boðleið, EJS, Nýherji, Smith og Norland og Svar.

Komdu á kynningu

Tölvubankinn er ávallt tilbúinn til þess að taka á móti fulltrúum fyrirtækja á kynningu á vörum fyrirtækisins.